Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2010 04:37

Stefnt að Landsmóti þrátt fyrir hrossapest

Framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna ákvað á fundi sínum í gær að hvika hvergi frá undirbúningi Landsmótsins þrátt fyrir að smitandi hósti gangi nú yfir hrossastofninn hér á landi. „Kynbótasýningum verður fram haldið samkvæmt auglýstri dagskrá. Ef á þarf að halda verða settar á aukakynbótasýningar sem eingöngu verða ætlaðar þeim hrossum sem ekki hafa áður getað mætt vegna veikinda,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdanefnd mótsins sem dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun ritar undir. Þá segir að í lögum og reglum Landssambands hestamannafélaga, grein 6.5, sé heimild til þess að félögin haldi tvær umferðir Landsmótsúrtöku. Hestamannafélögin eru hvött til þess að nýta þetta ákvæði, ef þörf krefur, til að veita sem flestum tækifæri til að afla sér þátttökuréttar á Landsmóti. Þá eru hestamenn hvattir til að gæta að velferð hrossa sinna og mæta ekki með veik hross til keppni eða sýninga.

Hrossapestin hefur nú þegar raskað starfsemi hestamanna í aðdraganda Landsmótsins. Veikin herjar á hross allsstaðar á landinu og víða geta tamningamenn ekki hreyft eitt einasta hross sökum veikinnar. Útflutningur hrossa er farinn að raskast. Pestin er farin að hafa áhrif á marga fleiri þætti í hestaheiminum.  Verslunareigendur finna fyrir miklum samdrætti í sölu á helstu vörum, svo sem hófhlífum, skeifum og hefðbundnum keppnisvarningi.  Þá mun veikin hafa áhrif á kynbótamat í vor þar sem fjögurra  vetra hross fara ekki í dóm fyrr en næsta ár, svo dæmi séu tekin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is