Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2010 09:01

Breiðafjörðurinn kom best út í netarallinu

Netarall. Ljósm. Tryggvi Stefánsson.
Síðla í apríl lauk árlegri rannsókn Hafró á hrygningarslóð þorsks, svokölluðu netaralli. Að þessu sinni tóku sex bátar þátt í rallinu, hér úti af Vesturlandi voru það Saxhamar SH sem veiddi á Breiðafirði og Þórsnes II SH í Faxaflóa. Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um aldurs- og lengdar- /þyngdarsamsetningu hrygnandi þorsks, kynþroska og um vöxt á helstu hrygningarsvæðum. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks sem fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.

Niðurstaða þess varð sú að Breiðafjörðurinn kom best út í þessum rannsóknum. Um 40 til 50 trossur voru lagðar á hverju rannsóknarsvæði og fór fjöldi eftir stærð þeirra. Afli var góður eins og við var búist, segir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar, en tiltölulega mikið er nú af stórum þorski í stofninum.

Þorskafli var þó talsvert minni í ár eða um 490 tonn á móti tæpum 600 tonnum í fyrra. Góð veiði var á flestum svæðum fyrir vestan og sunnan land. Kom Breiðafjörðurinn best út, eins og áður segir, og fengust þar um 125 tonn af þorski í 50 lögnum sem er þó talsvert minna en í fyrra, en þá fengust um 180 tonn. Aflinn í netarallinu hefur verið góður í fjögur ár eða allt frá árinu 2007. Á vef Hafró segir að úrvinnsla gagna sé á frumstigi, en fyrstu niðurstöður muni liggja fyrir í lok þessa mánaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is