Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2010 07:01

Strandveiðar hefjast í dag

Strandveiðar hefjast í dag samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra gaf út í síðustu viku. Á fyrsta sólarhring eftir að byrjað var að taka við umsóknum sóttu 331 um strandveiðileyfi til Fiskistofu, en sl. föstudag hafði Fiskistofa úthlutað 293 leyfum og geta þeir nú byrjað veiðar. Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði. Leyfi til strandveiðar eru veitt á því svæði þar sem heimilisfesti útgerðaraðila viðkomandi báts er skráð og eingöngu er heimilt að landa afla innan þess landsvæðis á veiðitímabilinu. Svæði A nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps. Í hlut þess koma 499 tonn í maí, 599 tonn í júni, 599 tonn í júlí og 299 tonn í ágúst. Svæði D er frá sveitarfélaginu Hornafirði vestur um og til Borgarbyggðar. Í hlut þess koma 419 tonn í maí, 366 tonn í júní, 157 tonn í júlí og 105 tonn í ágúst.  Langflestir sækja um veiðileyfi til að stunda veiðar á svæði A. Líklegt er að nokkur aukning verði í fjölda þeirra sem stunda munu strandveiðarnar í sumar sé litið til fjölda umsókna fyrsta sólarhringinn, en í fyrra stunduðu 554 bátar þessar veiðar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is