Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2010 11:58

Fyrsti strandveiðibáturinn kom í land klukkan 10

Fyrsti strandveiðibáturinn á þessari strandveiðivertíð var kominn í land á Akranesi með sinn skammt strax klukkan 10 í morgun, fyrsta leyfilega dag veiðanna. Það var Eyrún AK. Stuttu seinna, eða um klukkan 11 kom Þorvaldur Guðmundsson á  Munda AK-34 í land með sinn skammt. Þorvaldur sagðist hafa farið á sjó um fjögurleitið og farið tvo tíma út frá Skaganum. Þetta var sannkallaður aulaþorskur sem hann var með og mikið af um tíu kílóa fiski í aflanum enda hafa fiskimið Skagamanna nánast verið friðuð frá áramótum vegna kvótaleysis. Sjö bátar fóru frá Akranesi til strandveiða á fyrsta degi. Skammturinn sem þeir mega veiða í róðri hefur verið minnkaður og er nú 650 þorkígildiskíló sem samsvarar 770 kílóum af óslægðum þorski upp úr sjó. Verið er að útbúa fleiri báta á Akranesi til veiðanna.

Á myndinni er Þorvaldur Guðmundsson að landa afla úr báti sínum, Munda AK á Akraborgarbryggjunni. Þar er hann á heimavelli enda var hann skipstjóri á báðum bílferjunum sem báru Akraborgarnafnið. Eins og sjá má var meginhluti aflans stórþorskur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is