Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. maí. 2010 10:42

Blanda af gömlu og nýju hjá Þjóðlagasveitinni

Ragnar tekur við menningarverðlaunum á liðnu ári.
Fjölmargir aðdáendur Þjóðlagasveitarinnar á Akranesi eru væntanlega farnir að bíða eftir tónleikum með sveitinni. Þeir þurfa ekki að bíða mikið lengur þar sem í næstu viku, fimmtudagskvöldið 20. maí klukkan 20 verður sveitin með tónleika í Tónbergi á Akranesi. Að þessu sinni eru um hefðbundna tónleika að ræða en sveitin hefur allt frá stofnun 2002 gert blandaðar sýningar, sex alls. Sú fyrsta hét „Nótt dagur nótt“ og sú seinasta “Til eru fræ.”  Að sögn Ragnars Skúlasonar stjórnanda Þjóðlagasveitar Tónlistarskóla Akraness verður á væntanlegum tónleikum boðið upp á bæði nýtt og gamalt efni.

„Við höldum okkur mikið við þá músík sem við höfum tekið ástfóstri við, skosku og írsku þjóðlögin ásamt sígaunalögum og gyðingatónlist. Inn á milli blöndum við svo dægurlögum í okkar útsetningum. Við erum með nokkur ný lög og svo kafaði ég ofan í kistuna í gamla sjóðinn. Það var ótrúlega erfitt að velja úr þessum 100 lögum sem sveitin hefur spilað á þessum átta árum. Sérstaklega fannst mér erfitt að velja úr ballöðunum,“ segir Ragnar Skúlason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is