Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. maí. 2010 10:48

Skallagrímur lagði Afríku

Skallagrímur burstaði Afríku 9-0 í þeirra fyrsta leik í VISA-bikar karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og segir Garðar Jónsson, þjálfari Skallagríms, að úrslitin hafi í raun verið ráðin í hálfleik þegar staðan var orðin 4-0. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti og var aldrei spurning hvernig úrslit yrðu. Markaskorarar voru þeir Jóhannes Helgi Alfreðsson með þrjú mörk, Marteinn Þór Vigfússon með tvö mörk, Alex Freyr Þórsson með tvö mörk, Róbert Þór Henn skoraði eitt og Dawid Mikolaj Dabrowski eitt.

 

 

 

 

Segja má að Garðar hafi tekið við nýju Skallagrímsliði í vor en aðeins eru fimm leikmenn í liðinu frá því í fyrra. Hefur hann haft það að markmiði að leyfa sem flestum að spila og spreyta sig. Næst mæta strákarnir Víkingi í Reykjavík í bikarnum en þar eigast við góðkunningjarnir og Everton mennirnir, þjálfararnir Garðar Jónsson og Leifur Garðarsson. Sá leikur fer fram miðvikudaginn 19. maí á Skallagrímsvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is