Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. maí. 2010 02:14

Tveir hópferðabílar í flota Skagaverks

Í gærkvöldi var komið með á Akranes tvo hópferðabíla sem fluttir voru inn notaðir frá Þýskalandi. Það er Skagaverk ehf., fyrirtæki í eigu Gunnars Þórs Garðarssonar og fjölskyldu hans, sem flytur bílana inn. Hér er um að ræða bíla af gerðinni BOWA, árgerð 2005 og taka þeir báðir 60 manns í sæti. Að sögn Gunnars Þórs eru þetta ellefti og tólfti bíllinn sem bætist í rútuflota fyrirtækisins sem hópferðaleyfi er fyrir. Auk þess hafa þeir yfir smærri bílum að ráða. Meðal verkefna fyrirtækisins er akstur starfsmanna frá Akranesi á Grundartanga en auk þess er töluvert mikið af verkefnum búið að bóka í sumar. Einkum segir Gunnar Þór að mikið verði að gera í akstri farþega úr skemmtiferðaskipum sem leggjast að höfn í Reykjavík.

Á meðfylgjandi mynd eru þeir Gunnar Þór Gunnarsson og Atli Einarsson starfsmenn Skagaverks en tekið var á móti þeim með blómum við komuna á Akranes. Ferð þeirra hófst í Þýskalandi, ekið til Danmerkur og um borð í Norrænu og loks ekið frá Seyðisfirði í síðasta áfanganum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is