Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2010 09:47

Hótelbygging og tengdar framkvæmdir afgreiddar í bæjarstjórn

Bæjarstjórn Akranes afgreiddi á fundi sínum í gær málefni sem tengjast byggingu nýs hótels á Akranesi og er ætlað að rísa á svæðinu milli Garðalundar og Garðavallar. Ágreiningur hefur verið um þessi mál innan bæjarstjórnar og fengu þau á fundinum í gær einungis brautargengi meirihlutans í bæjarstjórninni. Samþykktur var samningur vegna aðkomu Akraneskaupstaðar að hótelbyggingunni, það er vegna aðstöðu golfklúbbsins Leynis á fyrstu hæð hótelsins. Samþykkt var að auglýsa breytingu á deiliskipulagi vegna hótelbyggingarinnar og einnig bygging nýrrar vélaskemmu fyrir golfvöllinn sem áætlað er að kosti 16,3 milljónir króna. Allir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar lögðu fram tvær sameiginlegar bókanir á fundinum, bæði vegna samnings við Langasand ehf. sem stendur fyrir byggingu hótelsins og samnings við golfklúbbinn Leyni vegna byggingar nýrrar vélaskemmu.

Minnihlutinn segir í bókun sinni að nægjanlegt hafi verið fyrir bæinn að gera breytingar á aðalskipulagi til að koma hótelbyggingunni fyrir, frekari aðkoma bæjarins hafi verið óþörf. „Önnur og brýnni verkefni bíða næstu bæjarstjórnar en kaup á húsnæði í hótelbyggingu, þar sem bæjarstjórnin mun hafa yfir takmörkuðum fjármunum að ráða. Forgangsraða verður verkefnum á næsta kjörtímabili svo hægt verði að halda uppi grunnþjónustu við börn og fjölskyldur í bænum og viðhalda eignum bæjarins. Samkvæmt nýsamþykktri þriggja ára áætlun fyrir bæjarsjóð Akraneskaupstaðar eru engir fjármunir aflögu til þessarar fjárfestingar,“ segir minnihlutinn í bókun sinni og telur að auki báða samningana brjóta í bága við samþykkt bæjarstjórnar frá 27. apríl sem kveður á um ákveðið vinnulag varðandi uppbyggingu íþróttaaðstöðu og forgangsröðun verkefna.

 

Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar lagði fram bókanir meirihlutans þar sem afstöðu minnihlutans var mótmælt og þær sagðar lýsa þröngsýni. Aðkoma kaupstaðarins að þessu máli, það er hótelbyggingunni, muni engin áhrif hafa á rekstur bæjarsjóðs, aðrar en að tekjur muni aukast. Þá hafi bæjarstjórn Akraness allt frá 25. október 2005 heitið að reisa vélaskemmu fyrir golfklúbbinn Leyni. Hafi það verið í tengslum við nýtt deiliskipulag sem bæjarstjórn samþykkti við Garðalund, þar sem fram kemur að vélaskemma myndi víkja vegna tilkomu hótels.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is