Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2010 01:56

Segja enga hættu á að hvalveiðar stöðvist vegna nýrra laga

„Við höfum reynt að sannfæra Kristján Lofsson hjá Hval hf. um að engin hætta sé á því að hvalveiðar stöðvist á komandi vertíð þótt ný lög taki gildi. Ástæðan fyrir því að hann þarf nýtt leyfi við gildistöku nýrra laga er að auðlindagjald sem nýju lögin gera ráð fyrir er ekki hægt að innheimta vegna þess leyfis sem nú er í gildi. Ríkissjóður yrði því af áætluðum tekjum vegna auðlindagjaldsins ef leyfið yrði ekki endurnýjað. Árangurinn af okkar fortölum gagnvart Kristjáni er þó ekki meiri en þessi,“ sagði Jóhann Guðmundsson aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar Skessuhorn hafði samband við ráðuneytið vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í gær um nýtt frumvarp um hvali en það fjallar einnig um hvalveiðar við Ísland.

 

 

 

Í viðtali við Morgunblaðið sagði Kristján Loftsson að nýtt frumvarp skapaði mikla óvissu sambandi við hvalveiðarnar og erfitt væri að skipuleggja veiðar og vinnslu í þessari stöðu. Hann hafi frestað því að setja skipin í slipp og gæti ekki gefið fólki ákveðin svör með vinnu í sumar, en alls hefur hann gert ráð fyrir að um 150 manns starfi við næstu hvalveiðivertíð. Skessuhorni hefur ekki tekist á ná sambandi við Kristján, en blaðið hafði í hyggju að greina frá undirbúningi hvalveiða í vor, en eins og komið hefur fram verður leyft að veiða allt að 200 langreyðar á komandi vertíð.

 

Kristján er í viðtalinu við Morgunblaðið m.a. ósáttur við að það frumvarp, sem nú liggur fyrir sjávarútvegsnefnd- og landbúnaðarnefnd Alþingis til umfjöllunar, geri ráð fyrir að endurnýja þurfi leyfin á tveggja ára fresti. „Það er allt annað en almennt gerist í sjávarútvegi, þar sem fyrirtæki hafa veiðileyfi og síðan afnotarétt af hlutdeild í heildarkvótanum. Menn vita því nokkurn veginn af hverju þeir ganga á hverju ári. Í okkar tilviki á að ráðskast með þetta annað hvert ár og ættu flestir að sjá að mjög erfitt er að vinna í slíku umhverfi. Mér sýnist að stjórnarflokkarnir báðir séu að æfa sig á okkur með þessu og síðan ætli þeir að koma þessu samkomulagi yfir á sjávarútveginn í heild sinni, því þeir sjái að þessi fyrningarleið þeirra gengur ekki upp,“ segir Kristján.

 

Aðspurður segir Jóhann Guðmundsson aðstoðarmaður ráðherra að það auðlindagjald sem  frumvarpið geri ráð fyrir myndi afla ríkissjóði 38,9 milljóna króna á ári, miðað við veiði síðasta árs, en þá veiddust um 120 langreyðar og 100 hrefnur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is