Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2010 07:04

Úrval ljóða Hákonar Aðalsteinssonar

Þann 13. júlí næstkomandi kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum úrval úr ljóðum Hákonar heitins Aðalsteinssonar, hagyrðings og skálds frá Vaðbrekku.  Hann hefði þá orðið 75 ára, en hann lést fyrri hluta ársins 2009 eftir baráttu við krabbamein. Hákon var og verður ávallt í hópi okkar bestu hagyrðinga.  Hann átti ljóð í bókum, blöðum og tímaritum og kom þess utan víða fram í þágu kveðskaparins, til dæmis á fjölmörgum hagyrðingamótum.  Margar vísur hans urðu fleygar, ekki síst þær sem voru af léttara taginu, en þær voru orðnar fjölmargar áður en yfir lauk. Í áðurnefndri bók, sem bera mun heitið Fjallaþytur, verða öll hans bestu ljóð og hefur nokkur hluti þeirra ekki birst áður á prenti.  Í bókinni verður ennfremur svokallaður Minningarlisti (Tabula memorialis) og þar gefst þeim sem vilja heiðra minningu Hákonar kostur á því að láta skrá nafn sitt og gerast um leið áskrifendur að bókinni. 

Hún mun kosta kr. 5.680 og geta þeir sem vilja gerast áskrifendur að henni skráð sig í síma 692-8508 (eftir kl. 14 á daginn) og í netfanginu holar@simnet.is

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is