Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2010 08:01

Sjúkraflutningsmenn rokka í kaupfélaginu

Rekstraraðilar Gamla Kaupfélagsins á Akranesi fara mikinn þessar vikurnar og rekur hver stórviðburðinn annan. Um síðustu helgi slógu þar í gegn öðlingarnir í Sauth Lane Basement Band á Akranesi ásamt söngvaranum magnaða Magna Ásgeirssyni. Tónleikarnir og dansleikurinn á eftir vöktu slíka hrifningu að nú eru um 100 manns búnir að óska eftir því að aðrir tónleikar verði haldnir fljótlega með þessum snillingum.  Um næstu helgi verður einnig mikið að gerast í Gamla Kaupfélaginu. Hljómsveitin í Svörtum fötum spilar fyrir dansi í kvöld og laugardagskvöld verður heilmikið húllumhæ, þar sem boðið verður upp á hlaðborði og fordrykk og síðan skemmtun. Þar verður gamla Skagabomban Helga Braga með uppistand og sjúkrahúsbandið The Handy Man leikur fyrir dansi.

 

 

 

Meðlimir hljómsveitarinnar The Handy Man hafa allir starfað á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Að sögn Halldórs Hallgrímssonar eins úr hljómsveitinni hafa þeir strákarnir verið að spila saman þrjú síðustu árin og á þeim tíma yfirleitt leikið fyrir dansi þrisvar til fjórum sinnum á ári, mest á skemmtunum sem sjúkrahúsið hefur staðið fyrir. Dansleikurinn í Gamla kaupfélaginu á laugardaginn segir Halldór að verði stærsta „gigg“ hljómsveitarinnar til þessa.

 

Halldór starfar við sjúkraflutninga og viðhald á sjúkrahúsinu og annar starfsfélagi hans er í sveitinni, Ólafur Frímann Sigurðsson. Tveir læknar eru einnig í hljómsveitinni Haraldur Ólafsson geðlæknir og Fritz H. Berndsen skurðlæknir. Þá hefur Ásgeir Guðjónsson stærðfræðingur og kennari einnig verið í hljómsveitinni. Ásgeir hefur verið búsettur í Svíþjóð síðasta árið en kemur til landsins til að spila með á laugardagskvöldið. „Við erum með mjög dansvæna músík, mest gömlu lögin sem allir þekkja,“ segir Halldór Hallgrímsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is