Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2010 09:01

Prjóna risatrefil í Geirabakaríi

Konur af siglfirskum uppruna hafa að undanförnu hist klukkan hálf ellefu á laugardagsmorgnum í Borgarnesi til að prjóna saman trefil. Þær gera þetta til styrktar verkefni sem stendur yfir meðal kvenna í Fjallabyggð í tilefni opnun Héðinsfjarðarganga, sem áætluð er í haust. Signý Jóhannesdóttir í Borgarnesi vill koma á framfæri áskorun til kvenna sem ættir eiga að rekja til Siglufjarðar eða Ólafsfjarðar og búsettar eru á Vesturlandi að líta inn með prjónana í Geirabakarí á laugardagsmorgnum.

 

 

 

Signý segir að það hafi verið Fríða Gylfadóttir listakona á Siglufirði sem fékk þá snilldarhugmynd að prjóna 17 km langan trefil, jafnlangan vegalengdinni milli miðbæja Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Breidd trefilsins á að vera 20 sm og æskilegt að hver bútur sé um þrír metrar. „Prjóna skal laust úr ullarbandi helst lopa, þannig að þegar verkinu er lokið sé gott að þæfa treflana. Við viljum endilega fá sem flestar konur tengda Fjallabyggð til að vera með okkur, en einnig geta þær sem ekki hafa tök á að prjóna t.d.  lagt til lopa. Í hvern þriggja metra bút þarf u.þ.b. tvær plötur af lopa. Geiri býður kaffi og svo er alltaf gaman að hitta fólk og skiptast á skemmtilegum sögum að heiman. Það er hægt að lesa meira um verkefnið á www.frida.is,“ segir Signý.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is