Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2010 01:11

Opið fyrir umsóknir um tímabundin störf námsmanna og atvinnuleitenda

Sérstakt atvinnuátak ríkisstjórnarinnar hófst formlega í gær, miðvikudaginn 12. maí. En þá var opnað fyrir umsóknir um tímabundin skilgreind störf hjá hinu opinbera. Umsóknarfrestur er ein vika og rennur út á miðnætti miðvikudaginn 19. maí.  Í boði eru ríflega 800 ný störf sem ríkisstjórnin kynnti síðastliðna helgi. Umsækjendur sækja um störfin með því að stofna notendaaðgang á vef Vinnumálastofnunar www.vmst.is  Þar er ennfremur hægt að skoða nákvæma lýsingu á hverju starfi fyrir sig. Um er að ræða tímabundin störf sem standa námsmönnum jafnt sem atvinnuleitendum til boða og nemur ráðningartímabil þeirra allt frá 6 vikum upp í 6 mánuði. Störfin eru fjölbreytt og spanna allt frá vefsíðugerð til rannsókna á áhrifum eldfjallaösku á þotuhreyfla. Stefnt er að því að ljúka ráðningum í flest störfin fyrir lok maímánaðar.

Sjá nokkur þessara verkefna hér:

o   Örnefnaskráning

o   Gróðurkortagerð

o   Þróun seltuvirkjunar

o   Skráning á tvíhliða samningum Íslands og ESB

o   Gerð landnýtingaráætlunar fyrir hálendið

o   Fréttaveita sprotafyrirtækja

o   Markaðsrannsóknir

o   Ræða við eldra fólk, staðsetja og skrá sögu eyðibýla í þjóðgarði Snæfellsjökuls

o   Hreinsun úr geymslum sjúkrahússins á Akureyri

o   Staðarhaldari í Þingeyrarkirkju

o   Skráning á yfirnáttúrlegum minnum í fornaldarsögu Norðurlanda

o   Rannsóknir á áhrifum eldfjallaösku á flugvélahreyfla

o   Skráning á 50.000 lengdarmetrum af borkjörnum

o   Stígagerð og stikun gönguleiða í Vatnajökulsþjóðgarði

o   Mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland

o   Vöktun flúors í vatnsbólum og túnum undir Eyjafjöllum

o   Rannsóknir á þýskum útboðsmarkaði

o   Markaðssetning á netinu

o   Endurskoðun lyfjalaga

o   Skráning friðlýstra kirkjugripa

o   Vefsíðugerð fyrir Listasafn Íslands

o   Verkamannastörf með sjálfboðaliðum á friðlýstum svæðum

o   Útvarpsþáttagerð hjá Ríkisútvarpinu

o   Grisjun þjóðskóga með keðjusög

o   Viðhald á veðurstöðvum

o   Ástandsskoðun á borholum

o   Niðurrif á úreltum sauðfjárveikivarnagirðingum

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is