Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2010 02:01

Fyrstir með bók um gosið í Eyjafjallajökli

Eldgosin í vor á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli hafa vakið gífurlega athygli um heim allan og séð heimsbyggðinni fyrir ríkulegu myndefni auk þess að hafa valdið öllum þeim usla sem allir þekkja. Eldgosunum fylgir þó ekki bara eyðingarmáttur og ógn heldur hafa þau örvað drífandi fólk til athafna. Nú vinna tveir einstaklingar hörðum höndum að útgáfu bókar sem mun sýna okkur á áhrifamikinn hátt hversu stórbrotin náttúran er og á hversu kynngimagnaðan hátt hún birtist okkur í Eyjafjallajökli um þessar mundir. Það er bókaforlagið Uppheimar sem gefur út bókina Eyjafjallajökull – Stórbrotin náttúra / Grandeur of Nature. Höfundar eru þeir Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson.

“Verið er að ganga frá glæsilegri bók á ensku og íslensku um eldsumbrotin, allt frá fyrstu stundu til dagsins í dag. Í bókinni er vikið að eldvirkni almennt á Íslandi og að systureldfjallinu Kötlu. Við gerum ráð fyrir að bókin komi út á íslensku og ensku í byrjun júní og komi því ferðafólki íslensku og erlendu til góða strax í sumar,” segir Kristján Kristjánsson bókaútgefandi í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is