Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2010 07:01

Efla fuglaskoðun við Breiðafjörð

Við Látrabjarg.
Ljósm. www.flettan.is
Breiðafjarðarfléttan, samtök ferðaþjónustuaðila umhverfis Breiðafjörð, er nú að kortleggja Breiðafjörð hvað varðar fuglaskoðun á svæðinu. Þá verður hægt að sjá á aðgengilegan hátt hvar helstu búsvæði fugla eru og á hvaða tímabili er best að skoða þá. Stefnt er að því að gefa út eitthvað efni í kringum þetta verkefni og skipuleggja ferðir. Þess má geta að fléttan er aðili að fuglaskoðunarklasa á landsvísu. Síðastliðin ár hefur áherslan verið lögð á náttúruskoðun og gönguferðir með leiðsögn og var til dæmis haldið námskeið í sjálfbærri ferðaþjónustu með aðkomu Háskólans á Hólum. Í ár verður áherslan, eins og áður sagði, á fuglaskoðun og hvað svæðið hefur upp á að bjóða í því samhengi.

Breiðafjarðarfléttan er samstarfsverkefni um þrjátíu ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa það að markmiði samkvæmt heimasíðu þeirra að efla og styrkja félagsmenn sína, auka samstarf þeirra á milli, efla gæði þjónustunnar, auka nýsköpun í ferðaþjónustu og vinna sameiginlega að markaðssetningu á svæðinu. Eins og nafnið gefur til kynna þá nær svæðið yfir þá staði sem liggja við eða á Breiðarfirði; norðanvert Snæfellsnes, sunnanverða Vestfirði, Dali og eyjarnar á Breiðafirði. Það sem samtökin bjóða meðal annars upp á er gisting á svæðinu, afþreying, náttúruskoðun og gönguferðir.

 

Guðrún Eggertsdóttir,verkefnastjóri Breiðafjarðarfléttunnar, segir að þetta samstarf sé litlum fyrirtækjum mjög mikilvægt því saman verði þau mun öflugri. Sameiginlegt markmið þeirra sé að gera áfangastað úr Breiðafirði og búa til ákveðið aðdráttarafl. Hún segir dýrmætt að aðilarnir þekkist vel og geti þannig bent á hvern annan hvað varðar þjónustu. Tengslamyndun sé fyrirtækjunum mikilvæg en þannig skapist til dæmis ýmis spennandi hliðarverkefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is