Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2010 09:01

Hönnubúð opnuð í Reykholti

Hörður og Hanna Sjöfn í Hönnubúð.
Síðastliðinn laugardag var Hönnubúð, ný verslun í Reykholti í Borgarfirði, opnuð. Hún er til húsa þar sem áður var verslunin Vegbitinn, en henni var lokað síðasta haust. Það eru hjónin Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir og Hörður Guðmundsson sem reka verslunina en húsnæðið er í eigu N1 sem hefur þar sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti. “Við ætlum að hafa hér til sölu matvöru, sælgæti, pylsur og gos. Þá eru olíuvörur fyrir bílinn og helsti búnaður fyrir ferðafólk meðal þess sem í boði verður. Hér er mikið gegnumrennsli af ferðafólki og margir íbúar sem vilja að hér sé rekin matvöruverslun. Við erum því bjartsýn á að rekstur sem þessi eigi að geta gengið ágætlega,” segir Jóhanna Sjöfn.

Sjálf er Hanna úr sveitinni og starfaði á árum áður við afgreiðslu í versluninni Bitanum og þekkir því vel til. Hún ásamt manni sínum og börnin hafa undanfarin ár búið og starfað í Noregi en eru nýflutt heim.  En hvað fær þau til að koma heim nú þegar margir Íslendingar eru einmitt á förum til útlanda, meðal annars margir til að freista gæfunnar í Noregi? “Það er mjög gott að búa og starfa í Noregi en fjölskylduna vantaði. Því leitaði hugurinn heim og þegar þetta tækifæri bauðst ákváðum við að taka sénsinn að verslun sem þessi gengi í Reykholti. Ég hef trú á að ferðaþjónusta sé vaxandi hér í Borgarfirði og það verði mikill gestagangur í sumar,” segir Hanna.

Formlegur opnunartími Hönnubúðar verður frá klukkan 10 til 22 alla daga og lengur ef umferð er mikil.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is