Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2010 04:16

Þríkelfingar komu í heiminn í Þverholtum

Þóra og Hilmar í Þverholtum með kálfana þrjá og stolta móður þeirra.
Það er fremur sjaldgæft, þó vissulega komi það fyrir, að kýr beri þremur kálfum og allir lifi. Slíkt gerðist þó á bænum Þverholtum á Mýrum aðfararnótt sl. laugardags, en þá bar kýrin Fýla tveimur kvígukálfum og einum nautkálfi. Kálfarnir eru allir vel sprækir og voru að leik í burðarstíunni hjá móður sinni þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Hilmar Sigurðsson bóndi í Þverholtum segir að þeim hafi verið farið að gruna að kýrin væri tvíkelfd, hún hafi verið orðin ansi sver fyrir burð og þung á sér. Fyrir hálfu öðru ári bar kýr á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi einnig þremur kálfum og þá er vitað um sambærilegt atvik í Neðra Nesi í Stafholtstungum fyrir um þremur áratugum síðan. 

Á Þverholtum er rekið stærsta kúabúið á Vesturlandi. Hilmar segir að samtals séu um 500 nautgripir á bænum þar af um 220 mjólkurkýr. Á bænum eru tvö ríflega þúsund fermetra nýleg fjós auk gamla fjóssins og nýrrar vélageymslu. Auk nautgripa eru rúmlega 400 kindur í Þverholtum og um 40 geitur. Það er því í mörg horn að líta því sauðburður stendur nú sem hæst. Sömu nótt og þríkelfingarnir komu í heiminn segir Hilmar að frjósemin hafi verið í hámarki á bænum því þrjár kindur báru hjá honum þremur lömbum og ein fjórum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is