Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2010 03:28

BM Vallá óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Stjórn BM Vallár lagði í dag fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun í febrúar sl. og síðan hefur verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu í samstarfi við helstu lánardrottna. Drög lágu fyrir að nauðarsamningi við lánardrottna sem byggðu á samkomulagi um uppgjör við veðhafa og greiðslu á 30% óveðtryggðra krafna. Á fundi með viðskiptabönkum félagsins, Arionbanka og Landsbanka, síðastliðinn föstudag höfnuðu fulltrúar Arionbanka frumvarpinu að nauðasamningum og átti því stjórn BM Vallár ekki annan kost en óska eftir gjaldþrotaskiptum.

 

 

 

Gjaldþrot BM Vallár er enn eitt áfallið fyrir atvinnulífið í Borgarfirði, einkum Borgarbyggðar en í starfsstöðinni í Borgarnesi, gamla Vírneti, eru 46 í vinnu og við einingaframleiðslu hjá Smellinn á Akranesi um 20. Alls eru starfsmenn BM Vallár í dag tæplega 200 og eru því um þriðjungur starfseminnar á Borgarfjarðasvæðinu.

Í fréttatilkynningu frá stjórn BM Vallár hf. segir að fjárhagsstaða félagsins hafi verið óviðunandi um langt skeið vegna þeirra hamfara sem gengið hafa yfir íslenskt efnahagslíf. Fjármögnun félagsins var að mestu í erlendum lánum sem liðlega tvöfölduðust við hrun íslensku krónunnar á árinu 2008. Á sama tíma hafi orðið gríðarlegt eftirspurnarfall á byggingavörumarkaði og sala á helstu vörum BM Vallá hf. dregist saman á bilinu 50-70%.

 

„Þessi samdráttur hefur orðið enn meiri en ella vegna úrræðaleysis og vandræðagangs stjórnvalda í aðgerðum til stuðnings efnahagslífinu. Af þessum ástæðum var umfangsmikillar endurskipulagningar þörf á efnahag félagsins en áætlanir þar um gengu því miður ekki eftir. Við þrot er ljóst að fjárhagslegt tjón allra kröfuhafa, sér í lagi almennra kröfuhafa félagsins, verður umtalsvert meira en ella hefði þurft að verða. Hörmum við að niðurstaðan hafi orðið þessi.

Í hinu erfiða árferði undanfarinna missera hefur starfsfólk BM Vallá lagt á sig ómælda vinnu, tekið á sig launalækkanir og skert starfshlutföll til að freista þess að bjarga fyrirtækinu frá þroti. Stjórn og stjórnendur félagsins vilja þakka þeim sérstaklega fyrir þessa miklu vinnu og fyrir langt og gott samstarf, sem spannar í mörgum tilfellum marga áratugi. Við óskum starfsfólki félagsins velfarnaðar á komandi árum í trausti þess að viðskiptabönkum félagsins auðnist að tryggja áfram starfsemi þess,“ segir einnig í tilkynningunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is