Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2010 08:05

Bandarískur metsöluhöfundur á kvennaráðstefnu á Bifröst

Ráðstefnan hefst með Grábrókargöngu.
Bandaríski metsölurithöfundurinn Barbara Ehrenreich verður aðalfyrirlesari á “Tengslaneti V- Völd til kvenna,” ráðstefnunni sem haldin verður á Bifröst 27. – 28. maí næstkomandi. Ráðstefnan hefst með göngu á Grábrók fimmtudagskvöldið 27. maí með þátttöku frambjóðenda allra flokka í sveitarstjórnarkosningunum. Að göngu lokinni verður kvöldverður við langeld á bökkum Hreðavatns.  Ehrenreich þykir einn róttækasti samfélagsgagnrýnandi sem nú er á ritvellinum. Hún er jafnframt dálkahöfundur í New York Times og tíður gestur í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi. Lundúnablaðið Times hefur kallað hana Jonathan Swift samtímans vegna skarprar sýnar hennar á öfgar og óréttlæti.  Bók hennar Nickel and Dimed var nýlega valin ein af tíu bestu bókum síðasta áratugar á sviði rannsóknarblaðamennsku af blaðamannstofnun New York háskóla.

 

 

Yfirskrift tengslanetsins 2010 er: Sinnaskipti, samskipti & hugrekki. Annar aðalfyrirlesara verður dr. Sigríður Benediktsdóttir kennari við Yaleháskóla, einn höfunda rannsóknarskýrslunnar. Hún mun leggja út af þema ráðstefnunnar um hugrekki í erindi sínu um aðdraganda og eftirmála hrunsins. Um 30 aðrar konur verða með framsögu. Stjórnendur panelumræðna verða Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Ingveldur Einarsdóttir formaður Dómarafélags Íslands, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra,  Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks.

Í tilkynningu segir að tengslanetsráðstefnan sé fjölsóttasta og vinsælasta ráðstefna sem haldin er í íslensku athafnalífi. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor er stofnandi og skipuleggjandi ráðstefnunnar, sem var fyrst haldin 2004. Árið 2008 sló ráðstefnan aðsóknarmet en þá sóttu hana 500 konur. Dagskrá er að finna á heimasíðu Bifrastar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is