Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2010 09:04

Frú Vigdís Finnbogadóttir vígir Brúðuheima á morgun

Smiðir, málarar, sýningarhönnuðir og ýmsir fleiri voru um síðustu helgi í óðaönn að gera hús og innbú í Englendingavík í Borgarnesi tilbúið fyrir formlega opnun Brúðuheima. “Formleg vígsla verður á morgun, fimmtudaginn 20. maí klukkan 17:00. Þar ætla Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra og Páll S Brynjarsson sveitarstjóri að flytja ávörp. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands mun síðan opna Brúðuheima formlega. Við höfum boðið um 600 gestum til að samgleðjast með okkur á þessum tímamótum. Ég vona jafnframt að Borgnesingar og nærsveitamenn verði ánægðir með útkomuna því vissulega hefur það verið ábyrgðarhluti að taka við þessum gömlu og merku húsum og fylla þau nýju lífi. Á næstu dögum og vikum vonast ég svo til að sjá sem flesta og að þeir fái tækifæri til að upplifa staðinn á nýjan hátt,” sagði Hildur M Jónsdóttir framkvæmdastóri í samtali við Skessuhorn.

Föstudaginn 21. maí verður síðan fyrsti formlegi opnunardagur fyrir gesti og verður opið alla daga í sumar frá klukkan 10 til 22. Um hvítasunnuhelgina má því búast við að margir leggi leið sína í Englendingavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is