Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2010 11:47

Þrettán milljóna króna halli á rekstri Dalabyggðar í fyrra

Ársreikningur Dalabyggðar fyrir síðasta ár var lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl. þriðjudag. Rekstrarniðurstaðan er neikvæð um 13,2 milljónir á árinu 2009. Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 12,1 milljón króna afgangi frá rekstri samstæðunnar. Rekstrartekjur Dalabyggðar á síðasta ári voru 602,1 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 608 milljónum. Rekstrargjöld voru 588,9 milljónir og því var rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð fyrir fjármagnsgjöld um 13,2 m.kr. Rekstrartekjur a-hluta voru 494,5 m.kr. en rekstrargjöld 470,9 m.kr. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsgjöld var því 23,5 m.kr.

 

 

Veruleg breyting er á fjármunatekjum og fjármagnsgjöldum í ársreikningnum frá fjárhagsáætlun. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta námu 26,5 m.kr. en gert var ráð fyrir 39,6 milljónum í fjárhagsáætlun. Skýrist munurinn aðallega af því að gert var ráð fyrir meiri áhrifum verðbólgu en raunin varð, að sögn Gríms Atlasonar sveitarstjóra. Skuldir og skuldbindingar, þar með taldar lífeyrisskuldbindingar á hvern íbúa Dalabyggðar eru 588 þúsund samkvæmt ársreikningnum. Grímur segir niðurstöðuna viðunandi miðað við árferði.

 

Silfurtún þungur baggi

Í ársreikningnum kemur fram að rekstur hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er þungur baggi í rekstri sveitarfélagsins. Á síðasta ári var halli á rekstri þess 23 milljónir, sjö milljónum meiri en árið áður. Dalabyggð hefur því þurft að standa straum að 39 milljóna króna halla á hjúkrunarheimilinu á síðustu tveimur árum.

Grímur Atlason sveitarstjóri segir að síðustu árin hafi sveitarstjórar, sveitarstjórnarmenn í Dalabyggð og forstöðukona Silfurtúns ítrekað bent á þá staðreynd að tekjur standi ekki undir rekstri Silfurtún. „Fálæti og úrræðaleysi þeirra ráðuneyta, sem fara með og hafa farið með málefni heimilisins, er með ólíkindum. Það er í raun að bera í bakkafullan lækinn að hvetja sveitarstjórnarmenn til dáða í þessum efnum, bæði þá sem nú hverfa á brott og þá sem munu taka við, en ég geri það samt. Við skulum ekki gefast upp að leita réttlætis í þessum efnum. Það er verkefni ríkisins að kosta rekstur hjúkrunarheimila ekki sveitarfélaganna,“ segir Grímur Atlason í minnispunktum sínum með ársreikningnum. Grímur er að láta af starfi sveitarstjóra Dalabyggðar nú í lok kjörtímabilsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is