Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2010 07:01

FAB LAB opnað á Akranesi í dag

Reynir Georgsson
Í dag verður FAB LAB smiðjan á Akranesi opnuð með viðhöfn klukkan 12 í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þar verður verkefnið kynnt og gestum gefinn kostur á að kynna sér starfsemina. Reynir Georgsson, verkefnastjóri FAB LAB á Akranesi, segir erfitt að skilgreina starfsemina en hún snúist í aðalatriðum um hugmyndir og nýsköpun. Reynir leggur áherslu á að þetta verði vettvangur fyrir alla, hvort sem það eru fyrirtæki, einstaklingar eða skólafólk. “Þú þarft ekki að vera “nörd” til að taka þátt í þessu, eina forsendan sem þú þarft að hafa er áhuginn á því að skapa eitthvað.” Þá segir Georg einnig sniðugt fyrir krakka að koma og skoða en smiðjan sé einnig frábær vettvangur til að auka tækniþekkingu. “Þetta er mjög spennandi verkefni og möguleikarnir eru í rauninni endalausir.” Reynir segir verkefnið hafa verið unnið í samstarfi við ýmis fyrirtæki á svæðinu, þar á meðal fjölbrautaskólann. Skólinn veiti þeim tengingu við deildir skólans, svo sem málm-, raf- og tréiðngreinar.

 

 

FAB LAB er alþjóðleg starfsemi sem á uppruna sinn að rekja til MIT háskólans í Bandaríkjunum. FAB LAB á Akranesi er til að mynda í stöðugu sambandi við aðrar FAB LAB stofur víðsvegar í heiminum í gegnum vefmyndavélar. Þá sé einnig í tengslum við smiðjuna ákveðin FAB-akademía þar sem boðið er upp á ýmis námskeið varðandi stjórnun, nýsköpun og þjónustu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is