Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2010 04:31

Úrskurður kominn í kæru vegna tölvumála Akraneskaupstaðar

Kærunefnd útboðsmála sendi frá sér úrskurð sl. mánudag um kæru tölvuþjónustu-fyrirtækisins Omnis á Akranesi á hendur Akraneskaupstað vegna samninga um tölvumál við SecourStore. Kærunefndin hafnar kröfu Omnis um að umræddur samningur verði úrskurðaður ólögmætur og fellst ekki á skaðabótaskyldu bæjarins til Omnis. Þrátt fyrir þessi úrskurðarorð nefndarinnar kemur fram í úrskurðinum sjálfum að kærunefndin telur að Akraneskaupstaður hafi ekki farið að lögum er hann stofnaði til samnings við SecourStore án undangangins útboðs. Úrskurðarnefndin telur sig hins vegar samkvæmt lögunum ekki hafa úrræði til að fella úr gildi samning sem kominn er á.

Nefndin ítrekar þessa skoðun þar sem fjallað er um hugsanlega skaðabótaskyldu, þar sem í ákvæði um skaðabótaskyldu þurfi að uppfylla tvö skilyrði. Það fyrra sé ótvírætt um brot á lögum og reglum um opinber innkaup. Hins vegar hafi kæranda, Omnis, ekki tekist að sýna fram á skaða vegna samningsins.

 

Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is