Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2010 09:04

Heimili fari ekki á vonarvöl

Stjórn Sambands breiðfirskra kvenna, sem samanstendur af kvenfélögum í Reykhólahreppi og Dalabyggð, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af þeim vanda sem fjölskyldur í landinu hafa staðið frammi fyrir. Það sé bæði vegna skuldastöðu heimilanna og hækkandi vöruverðs í landinu. Stjórn Sambandsins hvetur því stjórnvöld til að gera allt sem hægt er til að heimilin fari ekki á vonarvöl. Vaxandi og viðvarandi atvinnuleysi sérstaklega meðal ungs fólks, er að þeirra mati ískyggileg þróun. Að stór hópur fólks skuli sífellt leita á náðir hjálparstofnanna til að hafa fyrir brýnustu nauðsynjum sé óviðunandi. Stjórn Sambandsins hvetur til þess að þegar verði unnið markvisst að því að lækka skuldir heimilanna þar sem hafi orðið algjör forsendubrestur frá þeim áætlunum sem fólk hafði gert. Jafnframt leggst stjórn Sambandsins gegn því að slíkar lækkanir verði skattlagðar, því hér sé um að ræða fjármuni sem aldrei hafi komið í vasa fólks og það aldrei haft til ráðstöfunar.

Það sé því hrein skattpíning að eiga að greiða skatta af slíku. Stjórn Sambands breiðfirskra kvenna skorar á stjórnvöld að beita sér enn betur til hjálpar heimilunum í landinu, en kvenfélög hafa ævinlega staðið vörð um hag íslenskra heimila.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is