Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2010 10:01

Nýr skólameistari er bjartsýnn á framtíðina

Jón Eggert Bragason, skólameistari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, hefur nú verið við stjórn skólans í röskan mánuð. Að hans sögn þurfti hann að setja sig inn í margt á stuttum tíma en honum líkar vel við starfið. Honum þótti afar auðvelt að koma inn í þetta umhverfi í Grundarfirði en andinn við skólann er mjög afslappaður bæði af hálfu starfsfólksins og nemenda. Jón Eggert var að vinna sem aðstoðarskólameistari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ þar sem Guðbjörg Aðalbergsdóttir er skólameistari, en hann er nú skráður í eins árs leyfi frá þeirri stöðu. Guðbjörg er sem kunnugt er fyrrverandi skólameistari FSN en Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er rekinn undir svipaðri stefnu og skólinn í Grundarfirði. Þar kynntist Jón Eggert hugmyndafræðinni sem unnið er eftir í FSN þannig að hann þekkti aðeins til þegar hann kom til Grundarfjarðar.

Aðspurður segist hann ætla að gera það upp við sig eftir að árið er liðið hvort hann komi til með að sækjast eftir áframhaldandi starfi við skólann. En þess má geta að eiginkona hans er komin með atvinnu í Snæfellsbæ næsta haust þannig að þar er komin forsenda til ákvörðunartöku varðandi áframhaldandi veru á Snæfellsnesi.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is