Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2010 07:04

Hættu að hanga - Komdu að hjóla, synda eða ganga!

,,Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda og ganga“ er landsátak UMFÍ sem fram fer dagana 5. júní til 16. september 2010. Verkefnið stendur því yfir í 103 daga en í ár eru liðin 103 ár frá stofnun UMFÍ. Öllum er heimil þátttaka, óháð aldri og hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni og hópa /fyrirtækjakeppni eða vera með í báðum keppnunum. Þátttakendur skrá niður sína hreyfingu inn á ganga.is eða safna stimplum í göngubók. Göngubókina er hægt er að nálgast á flestum N1 bensínstöðvum landsins og í flestum sundlaugum landsins. Þátttakendur geta nálgast stimpil fyrir sína hreyfingu í afgreiðslu sundlauga landsins.   

Einstaklingskeppni

Til að taka þátt í einstaklingskeppninni geta þátttakendur skráð sig til leiks inn á ganga.is eða fengið göngubók á næstu N1 bensínstöð eða í sundlaugum landsins.  Þátttakendur geta nálgast stimpil fyrir sína hreyfingu í afgreiðslu sundlauga landsins.  Sú hreyfing sem hægt er að skrá eða fá stimpil fyrir er að ganga eða skokka 3 kílómetra, ganga á fjöll, hjóla 5 kílómetra eða synda 500 metra. Sérstök viðurkenning verður veitt þeim sem hreyfa sig í 30, 60 eða 80 skipti. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig fá heppnir þátttakendur gjafabréf frá Zo-on eftir 30,60 og 80 skipti.

 

Fyrirtækjakeppni

Fyrirtækjakeppnin fer fram á sama tíma og einstaklingskeppnin. Öll fyrirtæki og/eða hópar geta tekið þátt í verkefninu. Fyrirtækið/hópurinn skráir sig til leiks inn á vefnum ganga.is. Fyrirtækið/hópurinn þarf að setja hópinn sinn í réttan flokk eftir fjölda meðlima í hópnum. Fyrirtækið/hópurinn skráir niður þegar einhver úr hópnum gengur eða skokkar 3 kílómetra, gengur á fjöll, hjólar 5 kílómetra eða syndir 500 metra. Þeir þrír hópar sem hreyfa sig mest og í flesta daga fá svo verðlaun.

Einnig keppa fyrirtæki í því hvaða þátttakendur hvers fyrirtækis hafa gengið á flest fjöll.  Hægt er að skrá fjallgönguna ýmist þegar hópurinn fer saman eða þegar einstaklingar úr hópnum fara einir eða í öðrum hópi í ferðir á fjall. Sambandsaðilar hafa stungið uppá fjöllum sem verða sérstaklega auglýst til að ganga á en vitaskuld er leyfilegt að skrá inn önnur fjöll til keppni en þau sem tilgreind hafa verið sérstaklega. Fyrirtækin/hóparnir geta síðan skráð stutta lýsingu á ferðinni og sett myndir inn á ganga.is síðuna. Þau fyrirtæki / hópar sem fara flestar ferðir upp á fjöll fá verðlaun. 

 

Fjölskyldudagur UMFÍ 5. júní

Fjölskyldudagur UMFÍ verður haldinn við rætur Miðfells í Skeiða- og Hrunamannahreppi. Dagurinn verður haldinn í samvinnu við HSK þann 5. júní í því augnamiði að vekja athygli á verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla synda eða ganga sem og öðrum þeim góðu verkefnum sem UMFÍ hefur fram að færa á sviði almenningsíþrótta nú um stundir. Á þessum degi verður skipulögð dagskrá með skemmtiatriðum fyrir alla fjölskylduna. Hluti af dagskránni verður ganga á Miðfell sem er eitt af tveimur fjöllum sem HSK hefur tilgreint í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Farið verður með póstkassa upp á fjallið á þessum degi og fólk hvatt til að skrifa í gestabókina þegar komið er á toppinn. Stefnt er á að sem flest héraðssambönd fari með kassana sína þennan sama dag.

 

Helgi á göngu

Helgi á göngu er verkefni til minningu um gönguforkólfinn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson. Verkefnið gengur útá að skipulagðar gönguferðir á vegum UMFÍ tiltekna helgi þeir dagar sem skipulagðar göngur verða eru 23. – 27. júní. Göngurnar verða skipulagðar víðs vegar um landið á einhverri af þeim gönguleiðum sem merktar hafa verið á vegum hreyfingarinnar.

 

Grunnskólaganga UMFÍ

Verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga verður formlega slitið með grunnskólagöngu UMFÍ í september. Markmið göngudagsins er að vekja grunnskólabörn til umhugsunar um þær gönguleiðir sem eru í nágrenni síns skóla og í sveitarfélaginu sem og mikilvægi hreyfingar. Hugmyndin af deginum er sú að nemendurnir vinni sérstakt verkefni fyrir grunnskóladaginn tengt verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!  Verkefnið felst í því að nemendurnir vinni í hópum við að finna gönguleiðir í nágrenni skólans eða í sveitafélaginu sínu sem ekki eru nú þegar að finna á vefnum ganga.is. Nemendurnir taka myndir af leiðinni, tímamæla hana og gera stutta lýsingu á henni. Þegar hópurinn hefur lokið verkefninu senda þeir upplýsingar um leiðina og mynd af hópnum sem vann gönguleiðina inn á UMFÍ. UMFÍ mun senda skólunum skilti til að setja við upphaf hverra gönguleiðar og þar að auki fær hver hópur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og sitt framlag. Allar þær gönguleiðir sem nemendur skila inn til UMFÍ verða settar inn á vefinn ganga.is undir nafni viðkomandi skóla. Dagana 8. – 16. september geta nemendur í samráði við kennara tekið frá einn dag til að ganga einhverja gönguleið að eigin vali.  

 

 

-Fréttatilkynning frá UMFÍ

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is