Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2010 04:29

Hvalafrumvarpinu frestað fram á haustþingið

Á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis í dag var ákveðið að taka hvalafrumvarpið, sem verið hefur mikið í umræðunni að undanförnu út af málaskrá vorþings, en þessi í stað endurflytja það á Alþingi næst haust.  Ástæður sem nefndin tilgreinir vegna þessarar ákvörðunar eru tvær. Að umrætt hvalafrumvarp sé ekki forgangsmál ríkisstjórnarinnar og óheppilegt sé að skipta um veiðileyfi á miðri vertíð. Atli Gíslason alþingismaður og formaður nefndarinnar tilgreindi á fundi nefndarinnar í dag að hann væri andvígur breytingum á fyrirkomulagi veiðileyfa á miðri vertíð eins og stefndi í ef frumvarpið hefði verið samþykkt nú á vorþinginu.  Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals hf. mun hafa verið tilkynnt um þessa ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Kristján hafði látið að því liggja að ef umrætt frumvarp yrði samþykkt á vorþinginu myndi hann ekki senda skipin til hvalveiða í vor, en 20-25 manns hafa unnið að undirbúningi vertíðar í Hvalstöðinni í Hvalfirði í allan vetur. Samkvæmt þessu ætti frumvarpið sem slíkt ekki að verða fyrirstaða þess að hvalvertíð geti hafist innan tíðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is