Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2010 03:53

Landsbankinn kaupir Vírnetshluta BM Vallár

Lögheimili nýja fyrirtækisins verður í Borgarnesi.

Skiptastjóri þrotabús BM Vallár hefur tekið tilboði Landsbankans um kaup bankans á þeim rekstrareiningum sem LÍ hafði í viðskiptum úr fyrirtækinu. Þetta eru rekstrareiningarnar Vírnet í Borgarnesi, Límtré á Flúðum og Yleininga í Reykholti.  Nýtt rekstarfélag í eigu Landsbankans mun taka við rekstri þessara eininga frá og með 25. maí og Stefán Logi Haraldsson í Borgarnesi, fyrrum framkvæmdastjóri Vírnets og síðast aðstoðarforstjóri BM Vallár,  verið framkvæmdastjóri. Með þessu kaupum tekst að tryggja 66 störf í Borgarnesi, Reykholti og að Flúðum og verður öllum starfsmönnum á þessum stöðum boðið starf í hinu nýju félagi.  Áætlun Landsbankans er að selja Vírnet innan sex mánaða og verður sú sala og fyrirkomulag hennar auglýst og kynnt nánar eins skjótt og auðið er.  Fulltrúar Landsbankans hafa þegar kynnt fyrirætlanir sínar fyrir starfsmönnum, verkalýðsfélögum og sveitarstjórnarmönnum í þeim sveitarfélögum sem eiga í hlut, þar á meðal Borgarbyggð þar sem hið nýja félag mun eiga lögheimili.

"Þetta eru verulega ánægjuleg tíðindi. Vonandi ná heimaaðilar í Borgarbyggð að verja þessi störf og þetta gamalgróna fyrirtæki í Borgarnesi. Það að Landsbankinn hafi verið tilbúinn að skrá félagið með lögheimili í Borgarbyggð er einnig mjög ánægjulegt," sagði Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar í samtali við Skessuhorn. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is