Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2010 08:04

Fjórtán stúdentar útskrifast frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Föstudaginn 21. maí brautskráði Fjölbrautaskóli Snæfellinga 14 nemendur, alla með stúdentspróf. Af  náttúrufræðibraut útskrifuðust Lilja Margrét Riedel, Sveinbjörn Ingi Pálsson og Sæbjörg Lára Másdóttir. Af félagsfræðabraut útskrifuðust Anna Júlía Skúladóttir, Ásthildur E. Erlingsdóttir, Egill Guðnason, Erla Lind Þórisdóttir, Eva Lind Guðmundsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir, Lárus Gohar Kazmi, Ólafur Hrafn Magnússon, Steinar Darri Emilsson og Sunna Björk Skarphéðinsdóttir.

Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlutu tveir nemendur, þau Lilja Margrét Riedel og Ólafur Hrafn Magnússon. Fengu þau veglega bókagjöf frá Snæfellsbæ annars vegar og Grundarfjarðarbæ hins vegar. Lilja Margrét hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði, gefin af Arionbanka í Stykkishólmi, Stykkishólmsbær veitti henni verðlaun fyrir íslensku, Þýska Sendiráðið fyrir þýsku og fyrir ljósmyndun fékk hún verðlaun frá ljósmyndasamkeppni.is. Fyrir góðan árangur í sagnfræði fékk Ólafur Hrafn Magnússon verðlaun gefin af FSN. Erla Lind Þórisdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í viðskiptagreinum gefin af Sparisjóði Ólafsvíkur. Fyrir góðan árangur í heimspeki fékk Sveinbjörn Ingi Pálsson verðlaun og voru þau gefin af kennara hans Jakobi Braga Hannessyni sem afhenti honum persónulega verðlaunin.

Útskriftarathöfnin hófst á því að Lazlo Petó flutti létta tónlist á flygil og skapaði hann þannig sérstaka hátíðarstemningu þegar gestir gengu í hús. Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Jón Eggert Bragason, brautskráði nemendur og flutti síðan ávarp. Að venju afhenti Pétur Ingi Guðmundsson aðstoðarskólameistari síðan verðlaun fyrir góðan námsárangur. Næst á dagskrá var frábært tónlistaratriði frá Guðmundi Haraldssyni nýstúdent sem ásamt Brynjari Kristmundssyni lék á gítar og Rúnari Geirmundssyni sem söng. 

Bryndís Theodórsdóttir fulltrúi Kvenfélagasins Gleymmér-ey í Grundarfirði kom og afhenti skólanum fimm fánastangir að gjöf ásamt íslenska fánanum.  Valdimar Harðarson, kennari við skólann kvaddi síðan nemendur fyrir hönd starfsfólks og að því loknu flutti nýstúdentinn Sveinbjörn Ingi Pálsson ræðu fyrir hönd nýstúdenta og kvaddi þar með skólann og starfsfólkið fyrir þeirra hönd. Athöfninni lauk á jafn hátíðlegum nótum og hún byrjaði því nýstúdentinn Lilja Margrét Riedel söng lagið „Unglingurinn í skóginum,“ við undirleik Lazlo Petó. Að lokum sleit skólameistari skólaárinu og bauð upp á kaffiveitingar í boði Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is