Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2010 08:01

Vilja afturkalla tillögur um bann við dragnótaveiðum

Tillögum sjávarútvegsráðherra um að loka sjö fjörðum á norðanverðu landinu fyrir dragnótaveiðum hefur formlega verið mótmælt í bréfi sem skipstjórar, sjómenn og útgerðarmenn dragnótabáta á Snæfellsbæ hafa afhent. Baldur Freyr Kristinsson, útgerðarmaður dragnótabáts á Snæfellsnesi og stjórnarmaður í Félagi dragnótamanna, skorar á sjávarútvegsráðherra að draga tillögur sínar til baka.

Baldur sagði í samtali við Útveginn að það beri ekki vott um gagnsæja stjórnsýslu eða fagleg vinnubrögð að leggja fram slíkar tillögur án minnsta samráðs við þá sem málið varðar. Og hann furðar sig á því að ráðherra skuli ekki taka mark á skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um áhrif dragnótaveiða á botndýralíf í Skagafirði.

„Þetta var kannski ekki niðurstaðan sem beðið var eftir enda leiddu niðurstöður stofnunarinnar í ljós að dragnótin hafði engin áhrif á botndýralíf í Skagafirði.”

 

Að sögn Baldurs hefur samstarf við þá sem gera út á net og línu verið mjög gott enda nægt rými fyrir alla. Árekstrar við þá sem nota önnur veiðarfæri séu hverfandi. Þar sem hann stundi veiðar í Breiðafirði sjáist þess engin merki að dragnótin hafi dregið úr fiskigengd, hvort heldur veitt er með línu, handfærum, netum eða dragnót. „Dragnótin er vistvænt veiðarfæri, sem einvörðungu er notuð á sand- eða malarbotni sem sífellt er á hreyfingu undan straumum og sjávarföllum," segir Baldur. 

 

Hann segir útgerðir dragnótabáta hafa orðið illa úti við kvótaskerðingu í þorski og ýsu og að þær gjaldi nú fyrir þá bryggjurómantík og gæluverkefni sem notuð séu til atkvæðaveiða. „Nái tillögur ráðherra fram að ganga um víðtækar lokanir veiðisvæða fyrir dragnótabátum er verið að stíga enn eitt skrefið í átt að endanlegri útrýmingu þeirra, svo einfalt er það," segir Baldur F. Kristinsson.

 

 

Heimild: www.liu.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is