Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2010 03:01

Meðalveiði fyrstu daga grásleppuvertíðar

Grásleppuveiðimenn við Breiðafjörð lögðu net sín í fyrsta skipti á þessu vori sl. fimmtudag 20. maí, eins og lög gera ráð fyrir innan línu sem liggur vestan við Grundarfjörð yfir fjörðinn að Vatnsfirði á Barðaströnd. Að sögn Álfgeirs Marinóssonar á Önnu Karín SH er meðalveiði þessa fyrstu daga vertíðarinnar um sex grásleppur í net eftir fimm nætur, sem er í meðallagi. Álfgeir segir að um 15 bátar verði á grásleppuveiðum úr Hólminum þetta vorið, en milli 30 til 40 bátar séu gerðir út til veiðanna við Breiðafjörð.

 

 

 

Álfgeir segir að nokkrir bátar hafi byrjað grásleppuveiðarnar utan umræddrar línu í byrjun aprílmánaðar. Veiðin hafi verið ágæt til þessa og til að mynda eru þeir á Önnu Karín búnir að fá um 60 tunnur af hrognum. Með Álfgeiri rær Páll Aðalsteinsson, en þeir eru meðal fárra grásleppuveiðimanna sem hafa stundað veiðarnar á hverju vori í hátt í tvo áratugi. Það kom fram í spjalli við þá félaga í Skessuhorni fyrir vertíðina að þeir hafi aldrei gefist upp á grásleppunni þótt hún hefði gefið misjafnlega af sér um tíðina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is