Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2010 12:49

Afkoma bæjarsjóðs Akraneskaupstaðar

"Rekstrartekjur Akraneskaupstaðar á árinu 2009 námu 3.467,4 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi og rekstrargjöld voru 3.233,8 millj. kr. Því var rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði jákvæð um 233,6 millj. kr.  Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 174,1 millj. kr. Rekstrarafkoma ársins var jákvæð um 59,4 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæði afkomu 187,2 millj. kr.  Veltufé frá rekstri nam 573 millj. kr., en var áætlað 399,8 millj. kr." Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gísla S Einarssyni bæjarstjóra. Þar segir jafnframt að í samanburði við fyrra ár hafi rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði batnað um 499 millj. kr. og rekstarafkoma ársins batnað um 1.253 millj. kr. og skýrist það m.a. af gengistapi lána sem var mikið árið 2008.

 

 

 

"Rekstrarreikningur 

Rekstrarafkoma sveitarfélagsins var jákvæð á árinu um 59,4 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 187,2 millj. kr. halla. Afkoma ársins er því 246,6 millj. betri en áætlað var.  Frávik frá áætlun og niðurstöðu fyrra árs geinast þannig á liði rekstararreiknings:

 

Meginfrávik frá áætlun greinast þannig:

Skatttekjur voru um 28 millj. kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir, sem skýrist einkum af hærra útsvari en áætlun gerði ráð fyrir. Aðrar skatttekjur eru á áætlun. Í samanburði við fyrra ár skýrist hækkun einkum af hærra útsvari vegna úttektar séreignalífeyrissparnaðar, en útsvarstekjur vegna þessa námu um 92 millj. kr. Jöfnunarsjóðsframlög reyndust hærri en áætlað hafði verið, en endanlegar fjárhæðir þeirra lágu ekki fyrir fyrr en seint á árinu 2009.

Aðrar tekjur voru 82,5 millj. kr. hærri en áætlað var, sem skýrist af hærri endurgreiðslum ríkisssjóðs til verkefna um 42 millj. kr., en 40 millj. kr. eru vegna hærri þjónustutekna.

 

Laun og launatengd gjöld voru 123,2 millj. kr. undir áætlun sem skýrist af 101,5 millj. kr. lægri gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga en áætlað var. Þá eru launatengd gjöld um 12,1 millj. kr. lægri en áætlun og yfirvinna 8,8 millj. kr. lægri.

 

Annar rekstrarkostnaður var 38,7 millj. kr. umfram áætlun sem skýrist af frávikum á nokkrum liðum, s.s. risnu og ferðakostnaði 3,5 millj kr., aðkeyptri þjónustu 14,2 millj. kr., leigugreiðslum 6,2 millj. kr. og niðurfærslu 13,1 millj. kr. 

 

Afskriftir voru 24,4 millj. kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir, sem skýrist af nýjum eignum sem teknar voru í notkun á árinu og jafnframt koma eignir sem teknar voru í notkun 2008 nú inn í fulla afskrift.  Meðal afskrifta er færð niðurfærsla á hönnunarkostnaði sem lagt hafði verið í vegna sundlaugar.

 

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 50,6 millj. kr. undir áætlun sem skýrist af um 41,2 millj. kr. hærri fjármunatekjum og um 9 millj. kr. lægri fjármagnsgjöldum. 

 

Efnahagsreikningur

 

Eignahlið efnahagsreiknings í árslok nam 10.711,8 millj. kr., hækkaði um 1.050,5 millj. kr. frá fyrra ári eða um 11%.

 

Hækkun varanlegra rekstrarfjármuna er um 873 millj. kr. eða 23%, sem er tilkomin vegna fjárfestinga ársins 272,4 millj. kr. og vegna endurmats á leigulóðum 805 millj. kr. Á móti koma til lækkunar afskriftir sem námu 196 millj. kr. og bókfært verð seldra eigna um 7,4 millj. kr.

 

Eignarhlutir og langtímakröfur hækka um 6,4 millj. kr. eða 0,1%.  Meginbreyting þessa liðar stafar af láni til OR vegna stofnkostnaðar fráveituframkvæmda.

 

Veltufjármunir nema í árslok 641 millj. kr. og hækka frá fyrra ári um 170 millj. kr. eða um 36%.  Hækkunin er tilkomin vegna hækkunar handbærs fjár um 261 millj. kr., en á móti lækka skammtíma-kröfur  um 90 millj. kr.

 

Eigið fé í árslok nam 5.378,9 millj. kr., hækkar um 864,4 millj.kr. frá fyrra ári, en hækkunin  stafar af jákvæðri rekstrarafkomu ársins 59,4 millj. kr. og vegna endurmats lóða 805 millj. kr.

 

Lífeyrisskuldbindingar voru 1.981,3 millj. kr. í árslok, hækka um 93,7 millj. kr. milli ára eða um 5%. Bókfærð hækkun ársins byggir á mati tryggingastærðfræðings Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.

 

Langtímaskuldir nema í árslok 2.675,7 millj. kr., hækka um 182,5 millj. kr. frá fyrra ári eða um 7,3%.  Næsta árs afborgun nemur um 284 millj. kr.  Um 47% langtímaskulda eru í íslenskum krónum en um 53% eru bundnar erlendum gjaldmiðlum. Afborganir lána voru 268 millj. kr. og nýjar lántökur 250 millj. kr.

 

Skammtímaskuldir voru 676 millj. kr. í árslok, lækka um 90 millj. kr. frá fyrra ári eða um 11,7%.  Lækkun skammtímaskulda skýrist af lækkun viðskiptaskulda 75 millj. kr., lækkun næsta árs afborgunar langtímaskulda 11,4 millj. kr. og lækkun annarra skammtímskulda 3 millj. kr.

 

Sjóðstreymi

 

Veltufé frá rekstri nam 573 millj. kr., eða 16,5% af rekstrartekjum, en áætlun gerði ráð fyrir 187 millj. kr., eða 12% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri er þannig 246,5 millj. kr. hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri í hlutfalli við langtímaskuldir og skuldbindingar mælt í árum var 8,1 ár í árslok 2009 en var 22 ár árið 2008."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is