Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2010 03:01

Að lifa á réttri hillu gerir lífið skemmtilegt

Á einum fallegasta stað á Hvanneyri stendur nýlegt og glæsilegt einbýlishús. Byggt með höndum húsráðenda sjálfra sem fengu hugboð um að gæfulegt væri að hafa það á einni hæð. Það kæmi sér betur. Útsýninu er viðbrugðið yfir flæðiengjar Hvanneyrar, fjöll og dali Borgarfjarðar með sjálfan Snæfellsjökul út við sjóndeildarhring. Hjónin Svava Sjöfn Kristjánsdóttir og Pétur Jónsson búa á þessum draumastað. Bæði eru Borgfirðingar þótt rætur Svövu liggi norður í Skagafirði. Lífið hefur gefið þeim margt, flest sætt, sumt súrt og nú standa þau á tímamótum. Gróskumikið fyrirtæki sitt, PJ-byggingar ehf. sem meðal annars hefur byggt fjölda nemendagarða á Hvanneyri, hafa þau selt til sona sinna svo Pétur hefur staðið þar upp úr stjórnunarstóli og Svava hefur tekist á við MS sjúkdóm um nokkra hríð.

Bæði vinna þau minna en áður var og finnst það ekki verra. Segja árin hafa liðið hratt enda alla tíð verið á réttri hillu, borið gæfu til að gera vel, sem geri fólki auðveldara að hafa jákvæðina að leiðarljósi.

 

Sjá ítarlegt viðtal við þau hjón í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is