Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2010 09:01

Á grásleppuveiðum í skugga bruna í fyrra

Pétur Erlingsson, útgerðarmaður frá Grundarfirði, er einn af fjölmörgum sjómönnum Vesturlands sem gerðu það gott á grásleppuveiðum þetta vorið. Pétur var kominn með einar 90 tunnur af hrognum þegar blaðamaður Skessuhorns náði tali af honum í síðustu viku. Var hann að vonum stoltur og ánægður með veiðina. Pétur hefur verið á sjó síðan 1976 og hefur að eigin sögn unnið á öllum veiðarfærum. Fyrir tveimur árum festi hann svo kaup á bát, Rán SH 66, og hefur haft eigin útgerð að aðalstarfi í tvö ár, veitt á handfæri, línu, verið á skötusel og loks á grásleppuveiðum. Pétur er nú með tvo menn í vinnu en hann bætti þriðja manni við áhöfnina nú í sumar vegna þess hve mikið er að gera. Hann heldur ótrauður áfram en hann fer brátt yfir á annan bát í grásleppunni áður en hann heldur á strandveiðarnar á Ráninni. Bátur og búnaður Péturs brann á síðasta ári og reyndist það honum dýrt, enda bættu tryggingarnar ekki tjónið.

Sjá nánar spjall við Pétur í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is