Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2010 08:02

Nokkrir hektarar brunnu í landi Jarðlangsstaða

Mikill eldsmatur var í landi Jarðlangsstaða eins og sjá má.
Fjölmennur hópur slökkviliðsmanna úr Borgarfirði og Borgarnesi hefur frá því klukkan fjögur í dag barist við sinu- og kjarreld í landi Jarðlangsstaða á Mýrum. Að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra eru slökkviliðsmenn nú um klukkan 20 að sjá fyrir endann á slökkvistarfinu en eldurinn náði ekki yfir skurði sem þarna eru. Nokkrir hektarar lands eru brunnir. Gríðarmikil sinuflækja er á þessu svæði en auk þess töluvert birki sem gerði slökkvistarf erfiðara.  Sumarhús eru í næsta nágrenni og voru þau ekki í hættu þar sem vindur stóð af þeim. Þar sem ekki er komið vatn á svæðið þurfti að aka margar ferðir á tankbílum eftir vatni. Þá notuðu slökkviliðsmenn klöppur og bændur komu auk þess með dráttarvélar með haugsugur. Að sögn Bjarna nýttist vel sú reynsla sem fékkst í Mýraeldunum fyrir fjórum árum auk þess sem slökkviliðsmenn hafa oft verið kallaðir út í vor og sumarbyrjun vegna sinuelda.  Eldurinn í dag kviknaði út frá púströri á fjórhjóli sem þarna var verið að nota við að draga út vatnslögn til aðliggjandi sumarhúsalóða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is