Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2010 10:49

Stöðugt fleiri ungmenni leita sér hjálpar á Vogi

Tuttugasta og fyrsta Álfasala SÁÁ hófst í gær og stendur til sunnudags undir heitinu; “Álfurinn – fyrir unga fólkið." Álfasalan er ein helsta fjáröflunarleið Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann og er samtökunum mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr þegar opinber og frjáls framlög til starfseminnar hafa verulega dregist saman. Álfurinn verður boðinn til sölu um allt land og gerir SÁÁ sér vonir um að landsmenn taki sölufólkinu vel. Álfurinn kostar 1500 krónur en hægt verður að fá ‘álfapar’ fyrir 3000 krónur. Einnig verður hægt að hringja í síma 907-1500 og leggja þar með 1500 krónur til átaksins.

 

 

 

 

Eins og undanfarin ár, verður öllum hagnaði af Álfasölunni varið til að styrkja og efla meðferðarúrræði fyrir ungt fólk en SÁÁ hefur rekið sérstaka meðferðardeild fyrir ungmenni síðan árið 2000.

Engin fjölskylda á Íslandi er ósnortin af áfengis- og vímuefnavandanum. Um tvö þúsund manns leita aðstoðar SÁÁ á hverju ári og hafa nú alls um 20 þúsund manns farið í áfengismeðferð hjá samtökunum; innlagnir eru um 60 þúsund. Eftirmeðferðarstöðvar samtakanna að Staðarfelli í Dölum og Vík á Kjalarnesi útskrifa árlega um 800 manns; enn fleiri njóta eftirmeðferðar á göngudeild samtakanna í Von við Efstaleiti í Reykjavík.

Mest fjölgun undanfarin ár hefur verið meðal ungs fólks. Árlega koma um 500 einstaklingar yngri en 24 ára inn á sjúkrahúsið Vog, þar af hátt í 300 ungmenni 19 ára og yngri. Þar eru sérhæfðir starfsmenn á vakt allan sólarhringinn - hjúkrunarfræðingar, læknar, áfengisráðgjafar og sjúkraliðar, sem veita unglingunum uppörvun og stuðning, fylgjast vel með öllu og leggja sitt af mörkum til góðrar sjúkdómsgreiningar og sálfræðilegs mats, meðal annars í samvinnu við Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans.

SÁÁ hefur öll spjót úti til að ná til sem flestra í þessu átaki: með sölu í hús og á götum úti, með Álfasímanum 907-1500 og með sérstöku átaki á Fésbókinni þar sem stofnaður hefur verið viðburður, vinahópar og fleira. Þar verður m.a. hægt að kaupa ‘sýndarálf’ – einn á 1500 krónur, tvo á 2500 krónur og þrjá á 4000 krónur. Hægt er að komast beint á styrktarsíðu í gegnum www.mittframlag.is

Með þessu móti gera samtökin sér vonir um að ná til enn fleiri – ekki síst í ljósi þess að sístækkandi hópar ungs fólks sækja sér upplýsingar og afþreyingu á Netið umfram aðra miðla.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is