Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2010 11:38

Gamla HB húsið málað

Eitt stærsta viðhaldsverkefni í byggingariðnaði á Akranesi í sumar verða lagfæringar og málun á gamla HB húsinu. Byrjað var að byggja húsið snemma á síðustu öld úr hnausþykkum veggjum og síðan byggt við það og breytingar gerðar á húsinu nokkrum sinnum fram eftir öldinni. Byrjað er að hreinsa málninguna sem er í nokkrum lögum af húsinu og hver áletrunin af annarri farin að koma í ljós. Skilti sem merktu hinar ýmsu deildir stórtækrar atvinnustarfsemi Haraldar Böðvarssonar. Núna eru til dæmis komin í ljós skilti fyrir verslun og útgerð og fleiri eiga eftir að sýna sig, en margar áletranir með stórum stöfum voru á húsinu hringinn um kring, skilti eins og áletrunin „vönduð viðskipti“ en að margra áliti stóð Haraldur Böðvarsson alla tíð við þau orð.

 

 

 

Það er Hermann Hermannsson málarameistari á Akranesi sem stjórnar verkinu en HB Grandi nýtir sinn mannskap að drjúgum hluta til verksins. Til viðbótar voru svo ráðnir nokkrir strákar í sumarvinnu við að hreinsa og mála. Þessa dagana er verið að hreinsa af boganum við innganginn í húsið, en sá hluti hússins var endurbyggður 1950 og þarna var áður kæligeymsla sem byggð var 1910 og tilheyrði elsta hluta hússins. Haraldur Sturlaugsson barnabarn HB hefur kallað þessa kæligeymslu fyrsta ísskáp Skagamanna.

Hermann málarameistari segir mikið verk að mála húsið, ekki síst undirvinnuna. Eftir að búið verður að hreinsa alla lausa málningu af og þrífa veggina vel með vatni og sköfum verða þeir sprungufylltir og allt ytra byrðið „filterað“ eins og Hermann kallar það. Þá er þunnu viðgerðarefni smurt á veggina líkt og fínpússningin var framkvæmd af múrurum hér áður fyrr, en nú eru komin þessi fínu múrviðgerðarefni sem málararnir meðhöndla eins og spartl. Aðspurður hvernig HB húsið verði svo á litinn að lokinni þessari trakteringu, segir Hermann að ekki sé enn búið að ákveða litinn, en það myndi koma sér mjög á óvart ef hann yrði mikið frábrugðinn rauða litnum sem elstu menn muna á HB húsunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is