Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2010 12:01

Óvenjulegur ferðamáti franskra gesta

Vélarnar á flugvellinum á Stóra Kroppi. Ljósm. est.
Átta manna hópur franskra ferðamanna átti viðdvöl í Borgarfirði fyrr í vikunni. Engin nýlunda er að ferðamenn skuli vera þar á ferð en hins vegar var ferðamáti hópsins óvenjulegur. Fólkið kom á þremur smáflugvélum til landsins og ætlaði upphaflega að koma til að skoða gosið í Eyjafjallajökli. Því lauk hins vegar daginn áður en Íslandsferðina átti að fara, en ákveðið engu að síður að fljúga yfir hafið. Hér á landi átti hópurinn viðdvöl á mörgum stöðum, meðal annars Hornafirði, Húsavík, Reykjavík og á Stóra Kroppi þar sem þessi mynd var tekin. Að borgfirskum sið var hópnum boðið í kaffi og farið með hann í útsýnisferð meðal annars að Deildartunguhver. Utan flaug hópurinn síðan í gær eftir að hafa tankað á vélarnar á Höfn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is