Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2010 01:56

Skagamenn sigla kútter milli Færeyja og Íslands

Þrátt fyrir að ekkert miði að lagfæra kútter Sigurfara og kútter Haraldur sé löngu fyrir bí eru Skagamenn ekki hættir að sigla kútterum. Þrír starfsmenn Faxaflóahafna verða í áhöfn færeysks kútters sem siglt verður milli Færeyja og Íslands nú í tengslum við sjómannadaginn, Hátíð hafsins.  Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem verður einn starfsmanna Faxaflóahafna í áhöfn kúttersins Westward Ho, segir að haldið verði frá Þórshöfn í Færeyjum á hádegi laugardaginn 29. maí og er kútterinn væntanlegur til Akraness síðdegis fimmtudaginn 3. júní. Laugardaginn 5. júní verður siglt til Reykjavíkur þar sem kútterinn verður í Gömlu höfninni við Sjóminjasafnið á Hátíð hafsins. Þrír starfsmenn Faxaflóahafna sf. sigla með kútternum til Íslands og aðrir þrír verða í áhöfn til Færeyja.

 

 

Westward Ho er nánast eins og kútter Sigurfari, nema sjö brúttótonnum stærri, en Sigurfari var smíðaður árið 1885. 

Kútter Westward Ho var hins vegar smíðaður í Grimsby árið 1884. Hann er um 92 brt. og var keyptur til Færeyja árið eftir, 1885. Fram til ársins 1940 var kútterinn við veiðar m.a. við Færeyjar, Ísland, Grænland og víðar. Vél var sett í hann um 1920. Á árum seinni heimstyrjaldarinnar sigldi Westward Ho með fisk til Íslands, Englands og Skotlands.  Eftir stríð fór hann á línu og síld. Síðasti fiskitúr Westward Ho var árið 1964 en þá bilaði vélin og kútternum var lagt því enginn fjárráð voru til að setja nýja vél í skipið. Auk þess gekk erfiðlega að manna áhöfn, enda ný og betri skip komin til sögunnar í Færeyjum.  Árið 1966 keypti færeyska landsstjórnin skipið og á síðustu árum hefur félagsskapur sem kallari sig „Kúttersvini“ safnað fé til að gera kútterinn upp og gert það af miklum myndarskap þannig að hann er sem nýr. Kútter Westward Ho var gerður upp í Skotlandi en siglt til Færeyja auk þess sem skipinu hefur verið siglt til Noregs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is