Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2010 01:37

Kjörstjórn þurfti að úrskurða um sjöunda mann í sveitarstjórn

Kjörstjórn Hvalfjarðasveitar hefur kveðið upp úrskurð á grundvelli 85. greinar kosningalaga vegna túlkunar um val á fulltrúum inn í sveitarstjórn í kjölfar kosninga í dag. Samkvæmt því fær E listi, Eining Hvalfjarðarsveit, 3 fulltrúa í sveitarstjórn, H listi (Heild) fær einn fulltrúa og L listi Hvalfjarðarlistans fær þrjá menn kjörna. Úrskurðurinn fjallaði um túlkun lagaákvæðisins um hvernig bæri að túlka útkomutölur um val á fulltrúum í sveitarstjórn. Samkvæmt útkomutölum, reiknuðum sem heilum tölum, voru tveir fulltrúar jafnir, þ.e. 3. maður E lista og 2. maður H lista. Þegar útkomutölur voru reiknaðar með einum aukastaf urðu niðurstöður þær sem kjörstjórn úrskuðaði.

"Ég tel mjög líklegt að þetta fari í kærumeðferð til kjörnefndar sem Sýslumaðurinn í Borgarnesi skipar," segir Jón Haukur Hauksson formaður kjörstjórnar í samtali við Skessuhorn.  "Þetta hefur verið dramatískt kvöld en tekið af stóískri ró," bætti Jón Haukur við.

Samkvæmt þessari niðurstöðu eru sveitarstjórnarfulltrúar í Hvalfjarðarsveit:

Sigurður Sverrir Jónsson, Birna María Antonsdóttir og Sævar Ari Finnbogason frá L lista. Frá E lista eru það Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson. Frá H lista Ása Helgadóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is