Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2010 02:14

Stefna á samstarf þriggja flokka á Akranesi

Sveinn og Guðmundur Páll fagna úrslitunum í nótt. Ljósm. Helgi Dan.
Nú klukkan 14 í dag var að hefjast fundur þriggja flokka á Akranesi um myndun nýs meirihluta. Koma þar saman fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og óháðra og Vinstri grænna en saman hafa þessir flokkar sjö bæjarfulltrúa eftir kosningarnar í gær. Að sögn Sveins Kristinssonar oddvita Samfylkingarinnar var lagt upp með að fella meirihluta Sjálfstæðisflokks og tókst það með eftirminnilegum hætti. “Minnihlutinn hefur staðið þétt saman á kjörtímabilinu og við stefnum á að mynda nýjan og sterkan meirihluta og þar af leiðandi einskorðum við í Samfylkingunni hann ekki við þrengsta mögulega meirihluta sem uppi er í stöðunni,” segir Sveinn, en Samfylking gæti við núverandi aðstæður myndað meirihluta með hvaða flokki sem er. “Það er gott fyrir meirihlutann að vera sterkan og að öll sjónarmið komist að og ég tel það ekki vandamál að ná því markmiði okkar. Sá blæbrigðamunur sem var á milli áherslna flokkanna í aðdraganda kosninga var ekki svo mikill að það geti ekki öll sjónarmið rúmast í nýjum meirihlutasamningi ef til þess kemur,” sagði Sveinn Kristinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is