Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2010 05:21

Þrír flokkar ræða saman í Borgarbyggð

Fulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Borgarbyggð komu í dag saman til fundar um mögulegt meirihlutasamstarf þessara flokka. Hver og einn þeirra fékk tvo fulltrúa í sveitarstjórn, en Sjálfstæðisflokkur þrjá. “Við komum saman í dag og fór afar vel á með hópnum. Það er mikill samhljómur í stefnumálum allra þessara framboða og virðist sem auðvelt gæti orðið að slípa saman þau áhersluatriði sem voru mismunandi í stefnuskrám þeirra, raunar voru þau mjög sambærileg. Niðurstöðu kosninganna túlkum við þannig að íbúar í Borgarbyggð vilji breytingar og að vinstri menn taki saman höndum. Mér fannst kjósendur senda skýr skilaboð. Kjörsókn var lítil og mikið af auðum seðlum. Óánægjufylgi og ef til vill nýir kjósendur fóru auk þess yfir á Svarta listann, þótt hann hafi ekki náð inn manni. Við túlkum þessa niðurstöðu því þannig að fólk sé að kalla eftir öðrum meirihluta, enda bættu vinstri menn við sig manni,” segir Geirlaug Jóhannsdóttir oddviti Samfylkingar í samtali við Skessuhorn.

Geirlaug segir að næsta skref sé að fólk ræði við baklönd sinna flokka en næsti fundur verður á þriðjudaginn þar sem tekin verði ákvörðun um hvort af formlegum meirihlutaviðræðum verður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is