01. júní. 2010 09:01
Nú er ljóst að hvalveiðar munu hefjast eins fljótt og auðið er. Hvalur 8, hvalveiðiskip Hvals, er kominn í slipp en hreinsa á botn skipsins áður en haldið verður til veiða síðar í þessum mánuði en gert ráð fyrir að veiðarnar geti hafist um 20. júní. Um 150 manns munu starfa við veiðar og vinnslu að þessu sinni og munar því verulega um þessa viðbót við atvinnuframboð á sunnanverðu Vesturlandi. Kvótinn nú er 150 langreyðar auk þeirra 25 dýra sem ekki voru veidd á síðasta veiðiári.