Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júní. 2010 01:01

Sameiningarsinnuð systkini oddvitar L lista tveggja sveitarfélaga

Það er skemmtileg tilviljun að oddvitar framboðanna sem felldu valdastóla Sjálfstæðisflokksins bæði í Stykkishólmi og Grundarfirði eru systkini, Lárus Ástmar Hannesson í Hólminum og Sigurborg Kr. Hannesdóttir í Grundarfirði. Bæði báru framboð þeirra listabókstafinn L - listi félagshyggjufólks. Þau systkinin skáru á mjög svo langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélögunum. Hann var búinn að vera einn  í meirihluta í Stykkishólmi í 36 ár og í Grundarfirði samfellt í meirihluta síðustu 16 árin, þar af einn síðasta kjörtímabil.

 

 

 

Í aðdraganda kosninganna núna sagði Sigurborg í samtali við Skessuhorn að þetta gæti orðið í síðasta sinn sem kosið yrði í sveitarstjórnir bæjanna á Snæfellsnesi. Þau systkini eru bæði sameiningarsinnar og spurningin er hvort nú sé kominn nýr grundvöllur fyrir sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Bæði segja þau of snemmt að segja til um eitthvað muni þokast í sameiningarmálunum á kjörtímabilinu. „Mér finnst ég samt skynja það á fólki að það vill ennþá meiri samvinnu um hin ýmsu mál og það gæti án efa skilað okkur lengra fram á veginn,“ segir Sigurborg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is