Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júní. 2010 10:26

Mikið um útstrikanir á Akranesi

Bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi voru um margt óvenjulegar að þessu sinni, að sögn Jóns Pálma Pálssonar sem hefur starfað við kosningar í bæjarfélaginu síðustu 25 árin. Jón Pálmi segir að kosningaþátttakan nú hafi verið 10-15% minni en vanalega, aldrei hafi verið svona mikið um útstrikanir né auða atkvæðaseðla. Breytingar voru gerðar á kjörseðlum í um 13% greiddra atkvæða og 8,2% þeirra sem mættu á kjörstað skiluðu auðu.  Langmest var um útstrikanir hjá Sjálfstæðisflokki sem tapaði helmingi bæjarfulltrúa sinna. Nærri þriðji hver kjósandi Sjálfstæðisflokksins beitti útstrikunum eða breytingum á kjörseðli, alls 201 eða 28,1% af kjósendum D-listans.

Talvert var einnig um útstrikanir hjá Samfylkingu, 126 eða 12,7% kjósenda S-listans gerðu breytingar á kjörseðli. Minna var um útstrikanir hjá hinum tveimur framboðunum, 60 eða 8,8% af kjósendum B-lista Framsóknarflokks og 20 eða 4,3% hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Ekki fást upplýsingar um skiptingu yfirstrikana hjá hverjum lista fyrir sig að svo komnu máli.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is