02. júní. 2010 08:01
Búið er að ráða starfsmenn sem munu vinna við Upplýsingamiðstöð og önnur tilfallandi verkefni í Átthagastofunni í Ólafsvík í sumar. Það eru þau Marsibil Guðmundsdóttir og Hilmar Sigurjónsson, en einnig var samið við Knattspyrnudeild Víkings um umsjón með tjaldsvæðum Snæfellsbæjar. Upplýsingamiðstöðin í Átthagastofu verður opin frá kl. 8 - 18 alla virka daga og frá kl. 10-17 um helgar. Einnig munu starfsmenn halda úti Facebook síðu fyrir Upplýsingamiðstöðina. “Hvetjum við alla þjónustuaðila og aðra sem vilja koma á framfæri upplýsingum um viðburði og þjónustu á svæðinu, eða senda inn stuttar og skondnar fréttir til að birta á síðunni, til að hafa samband við þau Marsibil og Hilmar á netfanginu info@snb.is eða í síma 433 6929,” segir í tilkynningu frá Átthagastofunni.