Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2010 11:01

Þakkar fyrir sig og kveður sveitarstjórnarstörfin

Sveinbjörn Eyjólfsson fráfarandi oddviti framsóknarmanna í Borgarbyggð ritar grein í Skessuhorni sem kemur út í dag. Þar segir hann m.a. að í ljósi þess að kosningarnar á laugardaginn hafi ekki farið alveg eins og hann hafi viljað; honum hafi verið hafnað og þó það væri sárt verði hann að hlíta því. Sveinbjörn segist í samtali við Skessuhorn hafa lagt allt undir í nýliðnum kosningum, hann hafi gefið kost á sér í 3. sæti listans og ekki haft erindi sem erfiði. Einungis munaði fjórum atkvæðum á hvað Framsóknarflokkur fékk færri atkvæði en listi Sjálfstæðisflokks, en þau atkvæði skiptu á milli feigs og ófeigs ef svo má segja, sjálfstæðismenn fengu þrjá menn en framsóknarmenn tvo og þar með hafi hann fallið. Með vísan í útkomuna segir Sveinbjörn í grein sinni eðlilegt að segja sig frá frekari sveitarstjórnarstörfum og mun hann því ekki taka sæti sem varamaður í sveitarstjórn né heldur í fastanefndum á næsta kjörtímabili. 

Sjá nánar í Skessuhorni í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is