Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júní. 2010 07:01

Sjómannadagshátíð í Rifi og á Hellissandi

Eins og önnur sjávarpláss heldur Snæfellsbær sjómannadaginn hátíðlegan á sunnudaginn. Hefst skemmtunin á laugardeginum kl. 13 í Rifshöfn en þar verður þrautakeppni áhafna, koddaslagur, lyftarakeppni, stakkasund, brettahlaup og fleira. Firmakeppni verður í körfubolta á vegum fiskmarkaðarins og þá verður opið hús hjá björgunarsveitinni Lífsbjörgu sem verður með léttar veitingar og lifandi tónlist. Gamla Rif kaffihús verður einnig opið. Skemmtisigling verður farin ef veður leyfir.

Á sunnudeginum verður sjómannamessa á Ingjaldshóli kl. 10 og hátíðardagskrá í sjómannagarðinum á Hellissandi kl. 13. Þar verður farið með hátíðarræðu og aldraður sjómaður heiðraður. Einnig verður verðlaunaafhending og leikir og sprell. Þá verður hin árlega kaffisala hjá slysavarnadeild Helgu Bárðardóttur á sínum stað í Röstinni kl. 15.

Sjómannahóf hefst síðan kl. 20 en veislustjóri að þessu sinni verður heimamaðurinn Kári Viðarsson. Maturinn verður frá Hótel Hellissandi en hljómsveitin Í svörtum fötum spilar fyrir dansi langt fram á nótt. Miðasala á hófið fer fram hjá Atla Má í síma 897-5117.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is