Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júní. 2010 08:01

Sjómannadagurinn í Grundarfirði

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Grundarfirði um helgina sem og annarsstaðar í sjávarplássum. Það eru nokkrir ungir Grundfirðingar sem sjá um dagskrána að þessu sinni, þar á meðal Jón Frímann Eiríksson sem Skessuhorn ræddi við. Hann segir að dagskráin hefjist á föstudeginum með hinu árlega golfmóti G.Run. Á laugardeginum verða farnar skemmtisiglingar í boði útgerða og síðan hefst hátíðardagskrá á bryggjunni kl. 13.30. Þar verður keppni milli áhafna, vinnustaða og saumaklúbba en keppt verður í brautinni frægu, bætningu og pokahnút. Seinni part dags, eða klukkan 16, verður knattspyrnuleikur á Grundarfjarðarvelli, en þar eigast við Grundarfjörður og KB. Þetta er jafnframt fyrsti heimaleikur hins nýskipaða Grundarfjarðarliðs.

 

 

Um kvöldið verður síðan dansleikur á Kaffi 59. Á sunnudaginn verður messa í Grundarfjarðarkirkju þar sem sjómenn verða heiðraðir, en að henni lokinni verður kvenfélagið Gleym mér ei með kaffisölu. Jón Frímann segist hlakka til að sjá sem flesta taka þátt í viðburðunum og þakkar sjómannadagsráð útgerðum bæjarins kærlega fyrir stuðninginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is