03. júní. 2010 10:09
Við sveitarstjórnar-kosningarnar í Hvalfjarðarsveit á laugardaginn var nokkuð um að kjósendur nýttu rétt sinn til að strika yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð þeirra. Í sumum tilvikum var strikað yfir fleira en eitt nafn. Á E-lista Einingar Hvalfjarðarsveitar voru gerðar 12 yfirstrikanir, flestar yfir Stefán Gunnar Ármannsson og Arnheiður Hjörleifsdóttir en þau fengu fjórar yfirstrikanir hvort. Á H-lista Heildar voru gerðar 10 yfirstrikanir, flestar yfir Hannesínu Ásdísi Ásgeirsdóttur en hún var með sex yfirstrikanir. L-listi Hvalfjarðarlistans var síðan með 22 yfirstrikanir, flestar yfir Sævar Ara Finnbogason sem fékk níu yfirstrikanir. Tveir seðlar voru með breyttri röð, einn á E-list og einn á L-lista.